Síðumúli / Fellsmúli

Glæsilegar íbúðir í vönduðu fimm hæða lyftuhúsi við Síðumúla 39. Í húsinu eru 35 íbúðir, tveggja til þriggja herbergja, stærðir íbúðanna eru frá 44 – 89 fermetrar og skilast fullbúnar án gólfefna.

Sorpgeymsla og sérgeymslur er á jarðhæð hússins ásamt hjóla og vagnageymslu. Í bílakjallara hússins eru 13 bílastæði og fylgir stæði sérmerktum íbúðum.

Mikið hefur verið lagt í hönnun hússins jafnt að utan sem innann. Aðalhönnuður hússins er Jakob Líndal á Alarkt arkitektar.